Þátttaka rannsóknaraðila
Hjá Google leggjum við mikið upp úr traustu sambandi við háskóla og rannsóknarstofnanir. Til að efla þetta samstarf bjóðum við upp á ýmsar áætlanir sem veita hinu akademíska rannsóknarsamfélagi sem og öðrum utanaðkomandi rannsóknarsamfélögum aðgang að tilföngum og stuðningi. Við veitum rannsóknaraðilum aðgang að gögnum, verkfærum og útgáfuritum og bjóðum upp á áætlanir sem valdir rannsóknaraðilar geta sótt um að taka þátt í og úrræði til að auka útbreiðslu.
Gögn, verkfæri og útgáfurit
Google veitir rannsóknaraðilum sem rannsaka stafrænt öryggi og hættur á netinu aðgang að breiðu úrvali gagna, útgáfurita og verkfæra.
Gögn, verkfæri og útgáfurit fyrir rannsóknaraðila sem varða netöryggi
Á vefsvæði gagnsæisskýrslu Google deilum við skýrslum og gögnum sem beina ljósi að því hvernig stefnur og aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja hafa áhrif á persónuvernd, öryggi og aðgengi að upplýsingum. Þetta eru m.a. beiðnir stjórnvalda um fjarlægingu efnis, beiðnir um fjarlægingu efnis í samræmi við evrópsk persónuverndarlög efni sem er fjarlægt vegna höfundarréttar sem og VLOSE/VLOP-gagnsæisskýrslan sem fellur undir lög Evrópusambandsins um stafræna þjónustu (ESB DSA)
Á vefsvæði gagnsæisskýrslu Google deilum við skýrslum og gögnum sem beina ljósi að því hvernig stefnur og aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja hafa áhrif á persónuvernd, öryggi og aðgengi að upplýsingum. Þetta eru m.a. beiðnir stjórnvalda um fjarlægingu efnis, beiðnir um fjarlægingu efnis í samræmi við evrópsk persónuverndarlög efni sem er fjarlægt vegna höfundarréttar sem og VLOSE/VLOP-gagnsæisskýrslan sem fellur undir lög Evrópusambandsins um stafræna þjónustu (ESB DSA)
Önnur gögn, verkfæri og útgáfurit fyrir rannsóknaraðila
Nánar um áætlun fyrir rannsóknaraðila>
Áætlun fyrir rannsóknaraðila veitir gjaldgengum rannsóknaraðilum aðgang að tilföngum sem gera þeim kleift að auka skilning almennings á tilteknum Google-þjónustum og áhrifum þeirra.
Kynntu þér gjaldgengisskilyrði
Gjaldgengir rannsóknaraðilar frá ýmsum fræðasviðum geta sótt um aðgang að gögnum frá Google-kortum, Google Play, Google-leit, Google Shopping og YouTube til að rannsaka viðkomandi verkvanga frá mörgum sjónarhornum og með ýmsum rannsóknaraðferðum. Eins og stendur er kerfið aðeins í boði fyrir rannsóknaraðila innan Evrópusambandsins (ESB) en það kann að verða í boði víðar í framtíðinni. Rannsóknaraðilar sem hafa áhuga á öðrum gögnum og rannsóknarverkfærum frá Google ættu að fara á Google Research.
Svona virkar áætlunin
Kynntu þér gjaldgengisskilyrðin
Athugaðu: Teymi innan hvers verkvangs kunna að vera með viðbótargjaldgengisskilyrði auk þeirra sem talin eru upp hér.
Sjá notkunarreglur
Við höfum tekið saman gjaldgengisskilyrði og önnur skilyrði á þessari síðu. Gættu þess að skoða reglur um leyfilega notkun áður en þú sækir um. Til að taka þátt í verkefninu þurfa umsækjendur að yfirfara og samþykkja gildandi reglur.
Valdir rannsóknaraðilar þurfa að samþykkja reglur um leyfilega notkun og alla almenna þjónustuskilmála verkvangsins eða verkvanganna sem viðkomandi fær aðgang að.
Þú berð fulla ábyrgð á eigin rannsóknum og útgáfu. Auk þess öðlast Google ekki hugverkarétt yfir rannsóknum þínum, útgáfu, rannsóknarniðurstöðum eða ráðleggingum.
Aðrar áætlanir fyrir rannsóknaraðila
YouTube veitir gjaldgengum akademískum rannsóknaraðilum um allan heim aðgang að gögnum, verkfærum og stuðningi í viðleitni sinni til að auka skilning almennings á verkvangi YouTube og áhrifum hans.
Útbreiðsla
Við bjóðum upp á ýmsar útbreiðsluáætlanir sem styðja við hið akademíska rannsóknarsamfélag sem og önnur utanaðkomandi rannsóknarsamfélög
Google-teymi um allan heim vinna að því að bæta persónuvernd, öryggi, ábyrgt efni og fjölskylduöryggi. Öryggisverkfræðimiðstöðvar Google í München, Dublin og Málaga hjálpa til við að leiða starf okkar í átt að auknu netöryggi, með teymi reyndra verkfræðinga, reglusérfræðinga og annarra sérfræðinga í forystu. Við vinnum í samstarfi við rannsóknaraðila, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir í gegnum þessar miðstöðvar. Hluti þessa starfs felur í sér að halda reglulega viðburði fyrir þessa markhópa þar sem fjallað er um efni á borð við öryggi barna [t.d. myndir] Við skipuleggjum einnig sérstaka viðburði fyrir rannsóknaraðila þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf rannsóknaraðila okkar við rannsóknarsamfélagið. Þetta eru viðburðir á borð við smiðjuna „Notendur í áhættuhópi“ og dagur tileinkaður rannsóknum á gervigreind, sem haldinn var í Frakklandi og fjallaði alfarið um persónuverndar- og öryggisrannsóknir í tengslum við gervigreind.
Google-teymi um allan heim vinna að því að bæta persónuvernd, öryggi, ábyrgt efni og fjölskylduöryggi. Öryggisverkfræðimiðstöðvar Google í München, Dublin og Málaga hjálpa til við að leiða starf okkar í átt að auknu netöryggi, með teymi reyndra verkfræðinga, reglusérfræðinga og annarra sérfræðinga í forystu. Við vinnum í samstarfi við rannsóknaraðila, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir í gegnum þessar miðstöðvar. Hluti þessa starfs felur í sér að halda reglulega viðburði fyrir þessa markhópa þar sem fjallað er um efni á borð við öryggi barna [t.d. myndir] Við skipuleggjum einnig sérstaka viðburði fyrir rannsóknaraðila þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf rannsóknaraðila okkar við rannsóknarsamfélagið. Þetta eru viðburðir á borð við smiðjuna „Notendur í áhættuhópi“ og dagur tileinkaður rannsóknum á gervigreind, sem haldinn var í Frakklandi og fjallaði alfarið um persónuverndar- og öryggisrannsóknir í tengslum við gervigreind.