Með því að skrá þig í Leiðsögumannakerfið samþykkirðu að vera bundin(n) af (1) þjónustuskilmálum Google („almennu skilmálarnir“) og (2) viðbótarskilmálunum sem útlistaðir eru hér að neðan („viðbótarskilmálarnir“). Þú skalt lesa báða þessa skilmála vandlega, þar sem saman mynda þeir bindandi samning milli þín og Google Inc., sem gildir um þátttöku þína sem Leiðsögumaður í Leiðsögumannakerfinu („kerfið“) og notkun þína á vörum og þjónustum Google. Vísað er til almennu skilmálanna, hátternisreglnanna og viðbótarskilmálanna saman sem „skilmálarnir“.
Hverjir geta gerst Leiðsögumenn?
Til að taka þátt í kerfinu sem Leiðsögumaður þarftu að:
- vera með gildan Google-reikning,
- uppfylla aldursskilyrði í þínu landi og
- hafa skráð þig hér í þátttöku í kerfinu
Google Workforce for Education-reikningar einstaklinga undir 18 ára aldri, stofnana, vörumerkja og fyrirtækja geta ekki tekið þátt í kerfinu. Ekki er heimilt að tengja þjónustur gegn greiðslu við aðild að Leiðsögumönnum.
Framlög og flokkar Leiðsögumanna
Sem Leiðsögumaður verður þér bætt við flokk í samræmi við magn staðbundins efnis sem þú leggur til á Google, þ.m.t. hversu mörgum hágæðaframlögum þú hefur deilt á Google frá því að þú stofnaðir Google-reikninginn þinn. Google er heimilt að breyta skilyrðum og lýsingum flokka að eigin frumkvæði.
Framlög teljast í „Hágæðum“ ef þau samræmast viðmiðunum sem lýst er í hjálparmiðstöð okkar eða viðmiðum sem Google veitir með öðrum leiðum. Google kann, að eigin frumkvæði, að kynna aðild þína að kerfinu annað slagið, til dæmis með því að birta merki eða tákn Leiðsögumanna á prófílnum þínum eða framlögum og kynna þig og efnið þitt á öðrum rásum sem tengjast Google og hlutdeildarfélögum/samstarfsaðilum þess. Google og hlutdeildarfélög/samstarfsaðilar þess veita fríðindi og aðgang að eiginleikum á undan öðrum að eigin frumkvæði. Einstaklingar sem uppfylla ekki nein gjaldgengisskilyrði sem Google eða samstarfsaðilar þess skilgreina (t.d. aldursskilyrði) hafa ekki aðgang að eða verður ekki veitt tiltekin fríðindi.
Sumir Leiðsögumenn kunna að fá boð á sérstaka viðburði sem Google heldur („viðburðir“). Á suma viðburði er leyfilegt að taka með sér gest (ef Google tekur það fram). Boð á viðburði takmarkast við Leiðsögumenn og (ef við á) gest(i) þeirra sem hafa náð tilskildum aldri til að neyta áfengis í borginni sem viðburðurinn er haldinn í. Þú þarft að deila þessum skilmálum með gestinum þínum áður en þú tekur viðkomandi með á viðburð.
Reglur um viðburði, fríðindi og aðgang á undan öðrum geta breyst hvenær sem er og án fyrirvara.
Takmörkuð eða engin fríðindi
Sumir þátttakendur uppfylla hugsanlega ekki skilyrði fyrir sum eða öll fríðindi, þ.m.t. einstaklingar sem eru:
- búsettir í löndum sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á;
- almennir íbúar landa sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á;
- með öðrum hætti takmarkaðir í ljósi gildandi laga um útflutning og refsiaðgerðir; og
- opinberir starfsmenn, þ.m.t. (1) starfsmenn ríkisins, (2) einstaklingar sem bjóða sig fram til embættis og (3) starfsmenn fyrirtækja í eigu eða umsjón ríkisins, alþjóðlegra stofnana eða stjórnmálaflokka.
Viðeigandi hegðun og þátttaka
Þér ber skylda til að fara að almennu skilmálunum. Til að sýna fordæmi, en ekki til að takmarka þig, samþykkirðu að þegar þú notar vörur og þjónustur Google muntu ekki:
- ærumeiða, misnota, áreita, ofsækja, hóta eða á annan hátt brjóta gegn lagalegum rétti annarra (þar á meðal réttinum til persónuverndar og umfjöllunar);
- greiða fyrir, safna eða krefjast persónuupplýsinga annarra;
- hlaða upp, birta, senda tölvupóst, miðla eða á annan hátt gera tiltækt efni eða skilaboð sem eru ólögleg, óviðeigandi eða ærumeiðandi;
- brjótast inn á eða á annan hátt reyna að fá eða fá aðgang að eign eða staðsetningu sem þú hefur ekki rétt eða heimild til að vera á;
- hlaða upp, birta eða gera markaðsefni, auglýsingar, píramídasvindl eða aðrar truflandi tilkynningar tiltækar;
- þykjast vera önnur manneskja eða aðili;
- stuðla að eða veita leiðbeiningar um ólöglegt athæfi;
- valda hópi eða einstaklingi líkamlegum skaða eða meiðslum;
- dreifa vírusum, ormum, göllum, trójuhestum eða öðrum hlutum sem eru eyðileggjandi í eðli sínu; eða
- senda falskar, falsaðar, villandi eða óviðeigandi umsagnir, breytingar eða fjarlægingar.
Leiðsögumönnum ber skylda til að fara að öllum reglum eða reglugerðum um viðburði, sem og gildandi lögum, þegar þeir taka þátt í viðburði.
Google er heimilt að fjarlægja Leiðsögumann úr kerfinu hvenær sem er og að eigin frumkvæði.
Leiðsögumenn verða að fylgja reglum Google um áreitni, bæði hvað varðar þátttöku í kerfinu og viðburðum. Leiðsögumenn bera ábyrgð á hegðun gesta sinna á viðburðum og kunna að verða fjarlægðir úr kerfinu ef gestir þeirra hegða sér illa.
Framlög í Google-kortum verða að vera birt af einum Google-reikningi svo að þau séu talin gjaldgeng fyrir fríðindi og ekki er hægt að flytja þau á milli reikninga í þinni eigu.
Undir engum kringumstæðum skaltu láta líta út fyrir að þú sért starfsmaður eða fulltrúi Google eða vara eða þjónusta Google.
Lógó Leiðsögumanna er hluti af vörumerki Google og eingöngu opinberum fulltrúum er leyft að nota það. Ekki nota lógó eða prjón Leiðsögumanna eða annað myndefni Google á efninu þínu, á netinu eða í raunheimum án skýrrar og skriflegrar heimildar.
Ef þú skipuleggur eða undirbýrð hitting með öðrum Leiðsögumönnum, af sjálfsdáðum eða í gegnum Leiðsögumannaspjallið, samþykkirðu og viðurkennir að Google ber ekki ábyrgð á því að skipuleggja, fjármagna, styðja eða greiða fyrir hittingnum með öðrum hætti. Google-stjórnendum er heimilt að afþakka hittinga sem skipulagðir eru í gegnum Leiðsögumannaspjallið. Google kann, að eigin frumkvæði, að leyfa þér að birta upplýsingar um hitting í vörum og þjónustum Google en koma þarf skýrt fram að slíkir viðburðir eru ekki kostaðir af Google. Google ber ekki neina ábyrgð á hlutum sem kunna að týnast eða skemmast á meðan á fundum eða hittingum stendur.
Reglur um efni í Leiðsögumannaspjallinu
Local Guides Connect (collectively referred to as “Connect”) is a platform that enables people from diverse backgrounds to start conversations, share experiences, provide feedback, and plan online/offline activities. In order to participate on Connect as a Local Guide, you must be at least 18 years of age. Our policies play an important role in maintaining a positive experience for Local Guides on Connect (collectively referred to as the “Services”). Please follow these policies as you:
- Use Connect to interact with Local Guides from around the world
- Share content such as posts, photos, videos, etc.
- Send public and private messages on Connect
- Share feedback and send feature requests to Google
- Use Connect to plan or participate in offline activities/meet-ups such as photo walks, food crawls, geo walks, map editing sessions, etc.
- Gain access to all/select boards where privileged information may be shared
Við reiðum okkur verulega á að Leiðsögumenn láti okkur vita af efni sem kann að brjóta gegn reglum okkar. Ef okkur berst tilkynning um mögulegt brot á reglum kunnum við að fara yfir efnið og grípa til viðeigandi ráðstafana, þar með talið að takmarka aðgang að efninu, fjarlægja efnið og takmarka eða loka á aðgang Leiðsögumanns að spjallinu, Leiðsögumannakerfinu og/eða vörum eða þjónustum Google. Athugaðu að við kunnum að gera undantekningar á þessum reglum byggt á listrænu, fræðandi eða heimildalegu gildi, eða ef almenningur nýtur á annan hátt góðs af því að við grípum ekki til aðgerða varðandi efnið.
Við breytum þessum reglum af og til og því skaltu kíkja hingað aftur til að fylgjast með. Athugaðu að til viðbótar við reglurnar hér að neðan kunna frekari reglur og skilmálar að gilda um tilteknar vörur og eiginleika. Opnaðu tenglana sem hér eru gefnir upp til að kynna þér þessi viðbótarskilyrði.
- Þjónustuskilmálar Google-korta, Google-jarðar og Götusýnar
- Viðbótarskilmálar Korta/Google-jarðar
- Lagalegir skilmálar Google-korta/Google-jarðar
- Persónuverndarstefna Google
- Forritaskil Google-korta
- Þjónustuskilmálar Google
- Trúnaðarupplýsingar: Leiðsögumenn fá hugsanlega aðgang að trúnaðarupplýsingum um Leiðsögumannakerfið eða vörur og þjónustur Google áður en þær eru birtar opinberlega. Ekki skal dreifa slíkum upplýsingum án leyfis Google.
- Ólöglegt athæfi: Ekki nota þjónustur okkar til að taka þátt í ólöglegu athæfi eða stuðla að hættulegu eða ólöglegu athæfi, s.s. hryðjuverkum, sölu ólöglegra eiturlyfja eða mansali. Við kunnum einnig að fjarlægja efni sem brýtur gegn gildandi staðbundnum lögum. Smelltu hér til að tilkynna efni sem þú telur að við ættum að fjarlægja í ljósi staðbundinna laga.
- Skaðlegt og blekkjandi athæfi: Ekki dreifa vírusum, spilliforritum eða öðrum skaðlegum eða eyðileggjandi kóða. Ekki dreifa efni sem skaðar eða truflar starfsemi netkerfa, þjóna eða annarra innviða Google eða annarra. Ekki nota þjónustur okkar fyrir vefveiðar.
- Hatursorðræða: Vörur okkar eru vettvangur frjálsra skoðanaskipta en við leyfum ekki efni sem hvetur til eða lætur viðgangast ofbeldi gegn einstaklingum eða hópum á grundvelli kynþáttar eða uppruna, trúarbragða, fötlunar, kyns, aldurs, þjóðernis, stöðu fyrrverandi hermanns eða kynhneigðar/kynvitundar eða efni sem er fyrst og fremst ætlað að kynda undir hatri á grunni þessara einkenna. Það getur verið erfitt að meta þessi atriði en ef megintilgangur efnisins er að ráðast gegn vernduðum hópi telst það fara yfir strikið.
- Áreitni, einelti og hótanir: Ekki taka þátt í áreitni, einelti eða ógnandi hegðun og ekki hvetja aðra til að taka þátt í slíku. Hver sá sem notar þjónustur okkar til að beina skaðlegri misnotkun gegn einum völdum einstaklingi, hóta einhverjum alvarlegum skaða, kyngera einhvern á hátt sem viðkomandi hefur ekki samþykkt eða áreita einhvern með öðrum hætti getur átt von á því að móðgandi efnið verði fjarlægt eða glata aðgangi að þjónustum okkar varanlega. Í neyðartilvikum kunnum við að áframsenda hótanir um alvarlegt líkamstjón til löggæsluyfirvalda. Hafðu í huga að áreitni á netinu er einnig ólögleg á mörgum stöðum og getur haft í för með sér alvarlegar og raunverulegar afleiðingar, bæði fyrir geranda og þolanda.
- Persónu- og trúnaðarupplýsingar: Ekki dreifa persónu- og trúnaðarupplýsingum þínum eða annarra, s.s. kreditkortanúmerum, kennitölum eða aðgangsorðum reikninga, án þess að vera með skýrt leyfi fyrir því. Ekki birta eða dreifa myndum eða vídeóum af einstaklingum undir lögaldri án tilskilins samþykkis lagalegs fulltrúa viðkomandi. Að tilkynna brot
- Misnotkun barna: Ekki hlaða upp eða dreifa efni sem felur í sér misnotkun barna. Þetta á meðal annars við um hvers kyns myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum (jafnvel teiknimyndir) og efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Við munum fjarlægja slíkt efni og grípa til viðeigandi ráðstafana sem kunna að fela í sér lokun reikninga og að málið sé tilkynnt til stofnunar fyrir týnd og misnotuð börn (National Center for Missing and Exploited Children) og lögregluyfirvalda. Athugaðu að þessi regla getur einnig átt við um annað efni sem er hlaðið upp eða dreift í gegnum þjónustur okkar. Ef þú rekst á efni sem þú telur að feli í sér misnotkun á börnum af þessu tagi skaltu ekki deila því aftur eða skrifa athugasemd við það, jafnvel þótt ætlun þín sé að vekja athygli Google á efninu. Tilkynntu það í staðinn í gegnum tengilinn „Tilkynna misnotkun“. Ef þú finnur efni annars staðar á netinu skaltu hafa beint samband við NCMEC.
- Ruslefni: Ekki senda ruslefni, þ.m.t. óumbeðið kynningar- eða markaðsefni og fjöldasendingar. Ekki senda fólki sem þú þekkir ekki ítrekuð skilaboð.
- Hagræðing einkunna: Ekki hagræða einkunnum eða vægi með hlutum á borð við endurtekin eða villandi leitarorð, merkjum, skilaboðaflokkum eða lýsigögnum.
- Kynferðislegt efni: Ekki dreifa kynferðislegu efni eða klámi. Ekki beina umferð á klámsíður. Við leyfum myndefni sem sýnir nekt á náttúrulegan hátt eða í heimildaskyni (t.d. mynd af barni á brjósti) og myndefni sem sýnir nekt í augljósum fræðandi, vísindalegum eða listrænum tilgangi. Athugaðu að prófílmyndin þín í Leiðsögumannaspjallinu má ekki innihalda efni fyrir fullorðna eða móðgandi efni. Ekki nota til dæmis nærmynd af rassi eða brjóstaskoru.
- Ofbeldi: Ekki dreifa myndefni af grófu eða tilefnislausu ofbeldi.
- Eftirlitsskyldar vörur og þjónusta: Þjónustur okkar gera fólki kleift að ræða ýmis umfjöllunarefni en við leyfum ekki efni sem greiðir fyrir sölu á eftirlitsskyldum vörum og þjónustu, þ.m.t. áfengi, fjárhættuspil, lyf og ósamþykkt fæðubótarefni, tóbak, flugeldar, vopn eða heilbrigðis/-lækningatæki. Ef við fáum senda kvörtun um að þess konar efni sé birt með ólögmætum hætti kunnum við að fjarlægja eða takmarka efnið eða reikninginn sem brýtur gegn reglunum.
- Að villa á sér heimildir: Ekki nota þjónustur okkar til að villa um fyrir eða rugla Leiðsögumenn með því að þykjast vera einhver annar eða þykjast koma fram fyrir hönd fyrirtækis sem þú ert ekki fulltrúi fyrir. Sumar vörur eru háðar viðbótarreglum.
- Reikningsstuldur: Ekki skrá þig inn á eða reyna að skrá þig inn á reikning annars Leiðsögumanns.
- Notkun margra reikninga: Leiðsögumönnum er heimilt að taka þátt í kerfinu með einum reikningi. Ekki stofna eða nota marga reikninga til að sneiða hjá reglum okkar eða útilokunum eða á annan hátt grafa undan takmörkunum sem reikningurinn þinn hefur verið beittur. Ef reikningnum þínum hefur til dæmis verið lokað vegna misnotkunar skaltu ekki stofna nýjan reikning.
- Um reglur okkar og skilmála: Þessar reglur gilda almennt um efnið sem þú birtir í Leiðsögumannaspjallinu. Sumar Google-þjónustur eru með sínar eigin reglur sem hægt er að nálgast í þeim þjónustum. Allar vörur og þjónustur Google falla undir gildandi þjónustuskilmála viðeigandi vöru eða þjónustu.
- Að tilkynna möguleg vandamál: Ef þú rekst á efni eða Leiðsögumann sem þú telur að brjóti gegn ofangreindum reglum skaltu tilkynna okkur það með því að smella á punktana þrjá efst til hægri í færslunni (eða svipaðan tengil) og velja „Tilkynna óviðeigandi efni“.
Kostun hittinga
Leiðsögumenn geta verið í samstarfi við fyrirtæki til gera hittinga sína skemmtilegri og ódýrari fyrir þátttakendur. Fyrirtæki gæti samþykkt að kosta hitting með því að sjá fyrir vörum eða þjónustu (t.d. afslátt af leigu á stað eða veitingar). Það er hins vegar mikilvægt að kostunin hafi ekki áhrif á framlög í Google-kortum. Hér að neðan eru reglur sem Leiðsögumenn ættu að fylgja þegar kostaður hittingur er haldinn:
- Leiðsögumenn ættu ekki samþykkja kostun í skiptum fyrir framlög í Google-kortum. Þú skalt til dæmis ekki samþykkja að skrifa jákvæðar umsagnir um fyrirtæki sem kostar hitting, eða neikvæðar umsagnir um samkeppnisaðila þess. Þetta á við um Leiðsögumanninn sem heldur hittinginn sem og alla þátttakendur. Þátttakendur ættu ekki að þurfa að gera eitthvað fyrir eða fyrir hönd fyrirtækis til að fá að taka þátt í hittingnum.
- Leiðsögumenn ættu ekki að samþykkja greiðslu, í hvaða skilningi sem er, í skiptum fyrir að halda hitting í samstarfi við fyrirtæki.
- Ef hittingur er kostaður ætti sá sem heldur hann að minnast á það í lýsingu hittingsins. Til dæmis: „Hittingurinn er kostaður af Ísbúð Vesturbæjar. Þau munu sjá öllum fyrir ís. Þau skilja að ekkert okkar lofar fyrirtæki þeirra framlögum í skiptum fyrir að kosta hittinginn.“
Útgáfa á ljósmyndum, hljóð- og vídeóupptökum
Með því að mæta á viðburð skilurðu og viðurkennir fyrir hönd þína og gests þíns að þú samþykkir og heimilar notkun og endurgerð Google, eða annars aðila sem Google veitir heimild, á öllum ljósmyndum, hljóð- og vídeóupptökum sem teknar voru á meðan á viðburðinum stóð, í hvaða tilgangi sem er, án þess að þú fáir þóknun fyrir. Allar negatífur, pósitífur, stafræn afrit og útprentanir eru í eigu Google. Google áskilur sér rétt til að nota slíkar upptökur eða myndir í útprentuðum eða stafrænum útgáfuritum sínum.
Lagalegir fyrirvarar ábyrgða
ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ NOTKUN ÞÍN Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTUM GOOGLE ER Á ÞÍNA ÁBYRGÐ. GOOGLE ÁBYRGIST HVORKI NÉ SKULDBINDUR SIG MEÐ TILLITI TIL NÁKVÆMNI EÐA HEILLEIKA VARA SINNA OG ÞJÓNUSTA. UPP AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA ERU GOOGLE OG FORSTJÓRAR, FRAMKVÆMDASTJÓRAR, STARFSMENN, FULLTRÚAR OG LEYFISVEITENDUR ÞESS UNDANSKILDIR ALLRI ÁBYRGÐ, BEINNI EÐA ÓBEINNI, MEÐ TILLITI TIL VARANNA, EFNISINS OG NOTKUNAR ÞINNAR Á ÞEIM/ÞVÍ.
MEÐ ÞVÍ AÐ MÆTA Á VIÐBURÐ VIÐURKENNIRÐU OG SAMÞYKKIR FYRIR HÖND ÞÍNA OG GESTS ÞÍNS AÐ MÆTING Á OG ÞÁTTTAKA Í VIÐBURÐUM ER VALKVÆÐ, KANN AÐ SKAPA HÆTTU OG GÆTI LEITT TIL ALVARLEGRA MEIÐSLA, DAUÐA OG/EÐA EIGNATJÓNS. FYRIR HÖND ÞÍNA, ERFINGJA ÞINNA, ÚTNEFNDRA AÐILA OG AÐSTANDENDA FELLURÐU FRÁ ÖLLUM KRÖFUM VEGNA SKEMMDA, MEIÐSLA OG DAUÐA SEM ÞÚ EÐA EIGNIR ÞÍNAR KUNNA AÐ VERÐA FYRIR, SEM ÞÚ KANNT AÐ LEGGJA Á HENDUR GOOGLE EÐA FORSTJÓRA, FRAMKVÆMDASTJÓRA, STARFSMÖNNUM, FULLTRÚUM OG LEYFISVEITENDUM SLÍKRA ATVIKA, HVORT SEM ÞAU ORSAKAST AF VANRÆKSLU HLUTAÐEIGANDI AÐILA EÐA AF ÖÐRUM ORSÖKUM, MEÐ UNDANTEKNINGU EF UM ER AÐ RÆÐA VÍTAVERÐA VANRÆKSLU EÐA ALÞJÓÐLEGT MISFERLI EINS OG GEFIÐ ER TIL KYNNA HÉR AÐ OFAN.
Leiðsögumenn (og gestir þeirra ef við á) bera fulla ábyrgð á slíkri hættu. Sérhver Leiðsögumaður (og gestur Leiðsögumanns) ber einn ábyrgð á eigin öryggi og velferð þegar viðkomandi tekur þátt í eða mætir á viðburð og það sama gildir um kostnað sem kann að falla til ef þörf er á læknisaðstoð. Á sumum viðburðum kann Google að krefja þig og gest þinn um að skrifa undir viðbótarafsal.